Ferill 507. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
2. uppprentun.

Þingskjal 800  —  507. mál.
Flutningsmaður.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (TBE, JFF, ÁBG, SÞÁ, NTF).


     1.      1. málsl. 1. tölul. 4. gr. orðist svo: Bifreiðar sem ætlaðar eru fyrir starfsemi björgunarsveita, sem og viðurkenndra heildarsamtaka þeirra, enda liggi fyrir staðfesting landssamtaka björgunarsveita á að viðkomandi tæki verði einungis notuð í þágu björgunarsveita.
     2.      Við 5. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Við skráningu á stöðu akstursmælis, skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. skal ríkisskattstjóri leggja kílómetragjald á gjaldskyldan aðila vegna þeirra liðnu gjaldtímabila sem ekki hefur verið lagt á sem og yfirstandandi gjaldtímabil frá upphafi þess fram að skráningu á stöðu akstursmælis.
     3.      Við 9. gr.
                  a.      Á undan orðunum „í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: gjaldskyldum aðila, skv. 1. og 2. mgr. 3. gr.
                  b.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Liggi ekki fyrir áætlaður akstur kaupanda eða nýs umráðamanns á ársgrundvelli eða ef eingöngu ein þekkt skráð staða á akstursmæli liggur fyrir, skal ríkisskattstjóri áætla akstur fyrir næsta tólf mánaða tímabil frá kaupum eða skráningu á nýjum umráðamanni gjaldskyldrar bifreiðar sem fellur undir 1. eða 2. tölul. 2. gr. miðað við eftirfarandi.
                  c.      Í stað orðanna „þeirra tímamarka sem fram koma í“ í 1. málsl. 4. mgr. komi: tímamarka.
                  d.      Í stað orðsins „hvers“ í 1. málsl. 7. mgr. komi: næsta.
                  e.      Í stað orðsins „gjalddaga“ í 2. málsl. 7. mgr. komi: eindaga.
                  f.      Orðið „talið“ í 3. málsl. 7. mgr. falli brott.
     4.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðanna „þeirra tímamarka sem fram koma í“ í 4. mgr. komi: tímamarka.
                  b.      Við 1. málsl. 5. mgr. bætist: sbr. 2. málsl. 7. mgr. 9. gr.
                  c.      Á eftir 1. málsl. 5. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Við eigendaskipti eða breytta skráningu umráðamanns skv. 13. gr., tímabundinn flutning úr landi skv. 1. tölul. 5. gr., þegar skráningarmerki eru sett í varðveislu skráningaraðila skv. 2. tölul. 5. gr. og afskráningu bifreiðar skv. 14. gr. er, þrátt fyrir 1. málsl. gjalddagi álagningar fyrsti dagur næsta mánaðar og eindagi 14 dögum síðar.
                  d.      Í stað orðanna „fyrir eindaga“ í 3. málsl. 5. mgr. komi: á eindaga.
                  e.      6. mgr. orðist svo:
                      Við mismun, sem í ljós kemur á álögðu kílómetragjaldi og fyrirframgreiðslu þess, sem stafar af of lágri fyrirframgreiðslu, skal bæta 2,5% álagi á ársgrundvelli.
                  f.      Í stað orðanna „laga um innheimtu opinberra gjalda“ í 2. málsl. 7. mgr. komi: laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda.
     5.      Við 13. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „stöðu akstursmælis“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: og áætlaðan akstur kaupanda á ársgrundvelli.
                  b.      Við 1. málsl. 2. mgr. bætist: sem og yfirstandandi gjaldtímabils frá upphafi þess fram að skráningu.
                  c.      Á eftir orðunum „kílómetragjald“ í 4. mgr. komi: þ.m.t. fyrirframgreiðsla þess.
     6.      Við 14. gr.
                  a.      Við 2. málsl. 1. mgr. bætist: sem og yfirstandandi gjaldtímabils frá upphafi þess fram að afskráningu.
                  b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þrátt fyrir 1. málsl. ber ekki að skrá stöðu akstursmælis við afskráningu gjaldskyldrar bifreiðar sem undanþegin hefur verið greiðslu skv. 1. eða 2. tölul. 5. gr.
     7.      15. gr. orðist svo:
                      Virkni og rétt talning kílómetra samkvæmt akstursmæli er á ábyrgð gjaldskylds aðila.
                   Komi í ljós að talning akstursmælis er röng eða engin skal gjaldskyldur aðili tafarlaust tilkynna um bilun mælis til Samgöngustofu og grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja rétta talningu kílómetra.
                      Ef taka þarf akstursmæli til viðgerðar skal lesið af honum áður en viðgerð hefst eða annar akstursmælir settur í hans stað og tilkynnt um stöðu hans til Samgöngustofu. Jafnframt skal tilkynnt þegar í stað til Samgöngustofu um lok viðgerðar, eða eftir atvikum, skipti á akstursmæli og skal þá jafnframt skrá stöðu akstursmælis.
                      Komi í ljós að talning akstursmælis er röng eða engin skal ákvörðun um fyrirframgreiðslu og álagningu, þ.m.t. álagning kílómetragjalds vegna óuppgerðra gjaldtímabila, taka mið af fyrri skráningu á akstri bifreiðar gjaldskylds aðila. Liggi upplýsingar um akstur ekki fyrir skal ákvarða akstur skv. 2. mgr. 9. gr.
     8.      Í stað orðsins „tveggja“ í 3. mgr. 18. gr. komi: þriggja.
     9.      Við 19. gr.
                  a.      Í stað orðsins „tveggja“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: þriggja.
                  b.      3. og 4. mgr. falli brott.
     10.      Við 1. mgr. 21. gr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Lögveð fellur niður við eigendaskipti hafi hinn nýi eigandi hvorki vitað né mátt vita um lögveðið.
     11.      Við ákvæði til bráðabirgða II.
                  a.      Í stað „1. janúar 2024“ í 1. og 5. mgr. komi: 1. febrúar 2024.
                  b.      Á undan orðunum „2. mgr. 9. gr.“ í 1. mgr. komi: 1. eða.
                  c.      Í stað orðanna „þeirra tímamarka sem fram koma í“ í 3. mgr. komi: tímamarka.
                  d.      Við 1. málsl. 5. mgr. bætist: sbr. 2. málsl. 7. mgr. 9. gr.
     12.      Við bætist tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  a.      (IV.)
                      Sé bifreið erlendis, sbr. 1. tölul. 5. gr., eða skráningarmerki í varðveislu skráningaraðila við gildistöku laganna skal ekki skrá stöðu akstursmælis við afskráningu hennar að aðstæðum óbreyttum.
                  b.      (V.)
                      Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. 10. gr. skal ekki bæta álagi við mismun á álögðu kílómetragjaldi og fyrirframgreiðslu þess, sem stafar af of lágri fyrirframgreiðslu vegna bifreiða sem eru í eigu eða umráðum ökutækjaleigu sem hefur starfsleyfi skv. 3. gr. laga um leigu skráningarskyldra ökutækja, nr. 65/2015, vegna aksturs á tímabilinu 1. janúar 2024 til 30. júní 2024.