Ferill 541. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 814  —  541. mál.
Breyttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (forgangsraforka).

Frá Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur.


    Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Orkustofnun skal mynda skýra stefnu um hvaða forgangsröðun verkefna geti sem best náð markmiðum Íslands í kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Ráðherra kynni framangreinda stefnu Orkustofnunar fyrir þinginu.
    Ákvæði þetta skal endurskoðað árið 2030.

Greinargerð.

    Orka er takmörkuð auðlind og grunninnihaldsefni allra hagkerfa. Á tímum þar sem samfélagið keppist um að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og breyta samfélaginu þá eru rök fyrir því að þessari auðlind verði stýrt inn í verkefni sem hjálpa Íslandi að ná markmiðum um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Með því erum við að tryggja samkeppnishæfni okkar og vernda framtíðarkynslóðir fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Þessi breytingartillaga myndi einnig mynda samfélagssátt í orkumálum milli þeirra sem vilja virkja meira og þeirra sem vilja vernda náttúru, því ef hægt er að tryggja að orku sé forgangsraðað í verkefni sem vinna að kolefnishlutleysi geta fleiri fallist á sama málstað. Mikilvægt er að aðgerðir sem gera kolefnishlutleysi mögulegt komi fram til þess að fylgja á eftir markmiðum. Endurskoðun árið 2030 skuli taka mið af því hve vel gengur að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.