Ferill 586. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 834  —  586. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um endurnýtingu örmerkja.

Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.


     1.      Ber íslenskum bændum að örmerkja sauðfé samkvæmt regluverki sem innleitt hefur verið frá Evrópu eða er um að ræða svokallaða gullhúðun eða innleiðingu umfram kröfur?
     2.      Hvaða áhrif hefði það ef á Íslandi yrði áfram leyfð endurnýting örmerkja í sauðfjárbúskap?
     3.      Er eitthvað í regluverki Evrópusambandsins sem kemur í veg fyrir slíka endurnýtingu? Ef svo er, hvaða reglugerð er um að ræða og á hvaða rökum er byggt?
     4.      Ef endurnýting örmerkja þar sem einstaklingsmerki kemur ekki fram verður ekki leyfð áfram, hyggjast stjórnvöld taka þátt í kostnaði bænda við kaup á nýjum örmerkjum?
     5.      Er hægt að endurnýta örmerki með öðrum hætti en við örmerkingu sauðfjár? Ef svo er, hvernig er það gert?


Skriflegt svar óskast.