Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 839, 154. löggjafarþing 2. mál: breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024.
Lög nr. 100 27. desember 2023.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024.


I. KAFLI
Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009.

1. gr.

     Í stað „13 kr.“, „11,30 kr.“, „15,95 kr.“ og „14,15 kr.“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: 13,45 kr.; 11,70 kr.; 16,50 kr.; og: 14,65 kr.

II. KAFLI
Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:
  1. Í stað „142,15 kr.“ í 1. tölul. kemur: 147,15 kr.
  2. Í stað „129,50 kr.“ í 2. tölul. kemur: 134,05 kr.
  3. Í stað „175,25 kr.“ í 3. tölul. kemur: 181,40 kr.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
  1. Í stað „583,80 kr.“ í 1. tölul. kemur: 604,25 kr.
  2. Í stað „32,45 kr.“ í 2. tölul. kemur: 33,60 kr.
  3. Í stað „32,45 kr.“ í 3. tölul. kemur: 33,60 kr.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
  1. Í stað „733,30 kr.“ í 1. tölul. kemur: 758,95 kr.
  2. Í stað „40,70 kr.“ í 2. tölul. kemur: 42,10 kr.


III. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.

5. gr.

     Í stað „32,55 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 33,70 kr.

6. gr.

     Í stað „52,45 kr.“ og „55,55 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 54,30 kr.; og: 57,50 kr.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004.

7. gr.

     Í stað „72,85 kr.“ í 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: 75,40 kr.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. 4. mgr. orðast svo:
  2.      Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 1. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sem hér segir:
    Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr. Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr.
    10.000–11.000 0,39 21.001–22.000 9,29
    11.001–12.000 1,19 22.001–23.000 10,13
    12.001–13.000 2,00 23.001–24.000 10,92
    13.001–14.000 2,84 24.001–25.000 11,74
    14.001–15.000 3,64 25.001–26.000 12,53
    15.001–16.000 4,46 26.001–27.000 13,36
    16.001–17.000 5,26 27.001–28.000 14,19
    17.001–18.000 6,07 28.001–29.000 15,00
    18.001–19.000 6,88 29.001–30.000 15,79
    19.001–20.000 7,67 30.001–31.000 16,60
    20.001–21.000 8,52 31.001 og yfir 17,40

  3. 6. mgr. orðast svo:
  4.      Sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum ökutækjum skv. 2. mgr. skal vera sem hér segir:
    Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr. Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr.
    5.000–6.000 11,42 18.001–19.000 30,14
    6.001–7.000 12,35 19.001–20.000 31,51
    7.001–8.000 13,30 20.001–21.000 32,89
    8.001–9.000 14,24 21.001–22.000 34,27
    9.001–10.000 15,16 22.001–23.000 35,60
    10.001–11.000 16,51 23.001–24.000 36,97
    11.001–12.000 18,28 24.001–25.000 38,35
    12.001–13.000 20,04 25.001–26.000 39,71
    13.001–14.000 21,77 26.001–27.000 41,07
    14.001–15.000 23,55 27.001–28.000 42,45
    15.001–16.000 25,27 28.001–29.000 43,82
    16.001–17.000 27,02 29.001–30.000 45,18
    17.001–18.000 28,79 30.001–31.000 46,51
    31.001 og yfir 47,90



V. KAFLI
Breyting á lögum um bifreiðagjald, nr. 39/1988.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Í stað „15.080 kr.“ og „170 kr.“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 20.000 kr.; og: 176 kr.
  2. Í stað „15.080 kr.“ og „140 kr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 20.000 kr.; og: 145 kr.
  3. Í stað „15.080 kr.“ og „140 kr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 20.000 kr.; og: 145 kr.
  4. Í stað „67.075 kr.“, „2,81 kr.“ og „104.950 kr.“ í 4. mgr. kemur: 69.425 kr.; 2,91 kr.; og: 108.625 kr.


VI. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Í stað „1.200.000 kr.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 4.500.000 kr.
  2. Í stað „0,03085%“ í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,03290%.
  3. Í stað „0,040%“ í b-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,050%.
  4. Í stað „0,3460%“ og „1.200.000 kr.“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 0,3670%; og: 4.500.000 kr.
  5. Í stað „0,15%“ og „850.000 kr.“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 0,1550%; og: 1.000.000 kr.
  6. Í stað „0,80%“ og „1.200.000 kr.“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 0,85%; og: 2.500.000 kr.
  7. Í stað „0,0247%“ og „1.200.000 kr.“ í 6. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0280%; og: 2.500.000 kr.
  8. Í stað „0,730%“ og „1.200.000 kr.“ í 7. tölul. 1. mgr. kemur: 0,90%; og: 4.500.000 kr.
  9. Í stað „0,90%“ og „1.200.000 kr.“ í 8. tölul. 1. mgr. kemur: 1%; og: 4.500.000 kr.
  10. Í stað „0,005475%“, „4.100.000 kr.“, „5.450.000 kr.“, „9.300.000 kr.“, „12.000.000 kr.“ og „15.000.000 kr.“ í 9. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0061%; 4.510.000 kr.; 6.000.000 kr.; 10.230.000 kr.; 13.200.000 kr.; og: 16.500.000 kr.
  11. Í stað „0,0069%“ og „700.000 kr.“ í 12. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0080%; og: 4.500.000 kr.
  12. Í stað „800.000 kr.“ í 13. tölul. 1. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
  13. Í stað „800.000 kr.“ í 14. tölul. 1. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
  14. Í stað „1.300.000 kr.“ í 15. tölul. 1. mgr. kemur: 1.500.000 kr.
  15. Í stað „800.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
  16. Í stað „1.850.000 kr.“ í 5. mgr. kemur: 2.035.000 kr.
  17. Í stað „495.000 kr.“, „1.320.000 kr.“, „3.960.000 kr.“, „7.260.000 kr.“ og „10.450.000 kr.“ í 2. málsl. 6. mgr. kemur: 545.000 kr.; 1.452.000 kr.; 4.356.000 kr.; 7.986.000 kr.; og: 11.495.000 kr.
  18. Í stað „165.000 kr.“, „275.000 kr.“, „605.000 kr.“, „990.000 kr.“, „1.430.000 kr.“ og „1.650.000 kr.“ í 2. málsl. 7. mgr. kemur: 182.000 kr.; 305.000 kr.; 670.000 kr.; 1.090.000 kr.; 1.575.000 kr.; og: 1.815.000 kr.
  19. Í stað „3.000.000 kr.“, „1.500.000 kr.“ og „500.000 kr.“ í 2. málsl. 8. mgr. kemur: 3.300.000 kr.; 1.650.000 kr.; og: 550.000 kr.
  20. Í stað „550.000 kr.“ í 9. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
  21. Í stað „550.000 kr.“ í 10. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
  22. Í stað „660.000 kr.“ í 11. mgr. kemur: 1.000.000 kr.
  23. Í stað „0,0020%“ í 13. mgr. kemur: 0,00183%.
  24. Í stað „0,0020%“ í 14. mgr. kemur: 0,00183%.
  25. Í stað „210.000 kr.“ í 15. mgr. kemur: 485.000 kr.
  26. Í stað „440.000 kr.“ í 16. mgr. kemur: 485.000 kr.
  27. Í stað „660.000 kr.“ tvívegis í 17. mgr. kemur: 726.000 kr.


11. gr.

     Í stað orðanna „nemur 1.000.000 kr. eða lægri fjárhæð“ í 3. málsl. 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: er lægra en 1.000.000 kr.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011.

12. gr.

     Í stað „0,006651%“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: 0,006436%.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999.

13. gr.

     Í stað „13.284 kr.“ í 3. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 13.749 kr.

14. gr.

     Í stað orðanna „og 2023“ í ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2023 og 2024.

15. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Vegna útreiknings á dvalarframlagi skv. 21. gr. er á tímabilinu 1. janúar 2024 til og með 31. desember 2024 unnt að óska eftir því að Tryggingastofnun ríkisins beri saman útreikning dvalarframlags fyrir og eftir gildistöku laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra, nr. 166/2006, og laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð, lögum um Ábyrgðasjóð launa, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um málefni aldraðra og lögum um húsnæðismál, nr. 120/2009. Ef samanburðurinn sýnir aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna framangreinds tímabils til samræmis við það.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
  1. Í stað „2023“ tvívegis í 1. tölul. kemur: 2024.
  2. Í stað „2023“ þrívegis í 1. málsl. 3. tölul. kemur: 2024.
  3. Í stað „68,74%“ í 1. málsl. 3. tölul. kemur: 83,83%.


X. KAFLI
Breyting á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
  1. Í stað „2023“ þrívegis kemur: 2024.
  2. Í stað „68,74%“ kemur: 83,83%.


XI. KAFLI
Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.

18. gr.

     Í stað „2023“ tvívegis í ákvæði til bráðabirgða XI í lögunum kemur: 2024.

19. gr.

     Í stað orðanna „og 2023“ í ákvæði til bráðabirgða XV í lögunum kemur: 2023 og 2024.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987.

20. gr.

     Á eftir ártalinu „2023“ í ákvæði til bráðabirgða XVI í lögunum kemur: og árið 2024.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012.

21. gr.

     Í stað „2023“ og „10.781 kr.“ í 4. mgr. 14. gr. a laganna kemur: 2024; og: 12.312 kr.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.

22. gr.

     Í stað „20.200 kr.“ í 4. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 20.900 kr.

XV. KAFLI
Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990.

23. gr.

     Í stað orðanna „og 2023“ í ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum kemur: 2023 og 2024.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012.

24. gr.

     Í stað „2023“ í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum kemur: 2024.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.

25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 66. gr. laganna:
  1. Í stað „16,78%“ í 1. tölul. kemur: 16,55%.
  2. Í stað „23,28%“ í 2. tölul. kemur: 23,05%.
  3. Í stað „31,58%“ í 3. tölul. kemur: 31,35%.
  4. Í stað „23,28%“ tvívegis í 4. tölul. kemur: 23,05%.


26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum:
  1. Í stað orðanna „og 2023“ í 1.–5. mgr. kemur: 2023 og 2024.
  2. Í stað orðanna „og 2022“ í 1.–5. mgr. kemur: 2022 og 2023.
  3. Í stað tilvísunarinnar „11. og 13. málsl.“ í 5. mgr. kemur: 12. og 14. málsl.


27. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 70. gr. og 1. og 2. mgr. 71. gr. skal tekjuskattur lögaðila reiknast með eftirfarandi hætti rekstrarárið 2024 og við álagningu á árinu 2025:
  1. 21% af greiðslunni ef um lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. er að ræða, sbr. b-lið 3. tölul. 70. gr.
  2. 38,4% af greiðslunni ef um aðra lögaðila er að ræða, sbr. c-lið 3. tölul. 70. gr.
  3. 21% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. er að ræða, sbr. b-lið 4. tölul. 70. gr.
  4. 38,4% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um aðra lögaðila er að ræða, sbr. c-lið 4. tölul. 70. gr.
  5. 21% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um lögaðila er að ræða, sbr. b-lið 5. tölul. 70. gr.
  6. 21% af tekjum ef um lögaðila er að ræða, sbr. b-lið 7. tölul. 70. gr.
  7. 13% af tekjum lögaðila, sbr. b-lið 8. tölul. 70. gr.
  8. 21% af tekjum lögaðila, sbr. b-lið 10. tölul. 70. gr.
  9. 21% af tekjuskattsstofni lögaðila, sbr. b-lið 11. tölul. 70. gr.
  10. 38,4% af tekjuskattsstofni ef um aðra lögaðila er að ræða, sbr. c-lið 11. tölul. 70. gr.
  11. 21% af tekjuskattsstofni lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr., sbr. 2. tölul. 61. gr., sbr. 1. mgr. 71. gr.
  12. 38,4% af tekjuskattsstofni annarra lögaðila, sbr. 3., 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr., sbr. 2. tölul. 61. gr., sbr. 2. mgr. 71. gr.


XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002.

28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XVI við lögin:
  1. Í stað „40 kr./kg“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 65 kr./kg.
  2. Í stað „8 kr./kg“ í viðaukanum kemur: 13 kr./kg.
  3. Í stað „20 kr./kg“ í viðaukanum kemur: 33 kr./kg.
  4. Í stað „80 kr./tæki“ í viðaukanum kemur: 130 kr./tæki.
  5. Í stað „320 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 520 kr./tæki.
  6. Í stað „400 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 650 kr./tæki.
  7. Í stað „480 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 780 kr./tæki.
  8. Í stað „640 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 1.040 kr./tæki.
  9. Í stað „1.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 1.625 kr./tæki.
  10. Í stað „1.200 kr./tæki“ í viðaukanum kemur: 1.950 kr./tæki.
  11. Í stað „1.400 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 2.275 kr./tæki.
  12. Í stað „1.600 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 2.600 kr./tæki.
  13. Í stað „1.800 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 2.925 kr./tæki.
  14. Í stað „2.000 kr./tæki“ í viðaukanum kemur: 3.250 kr./tæki.
  15. Í stað „2.400 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 3.900 kr./tæki.
  16. Í stað „3.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 4.875 kr./tæki.
  17. Í stað „4.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 6.500 kr./tæki.
  18. Í stað „5.600 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 9.100 kr./tæki.
  19. Í stað „8.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 13.000 kr./tæki.
  20. Í stað „9.200 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 14.950 kr./tæki.
  21. Í stað „18.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 29.250 kr./tæki.
  22. Í stað „21.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 34.125 kr./tæki.
  23. Í stað „24.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 39.000 kr./tæki.
  24. Í stað „28.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 45.500 kr./tæki.
  25. Í stað „32.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 52.000 kr./tæki.
  26. Í stað „36.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 58.500 kr./tæki.
  27. Í stað „40.000 kr./tæki“ hvarvetna í viðaukanum kemur: 65.000 kr./tæki.


XIX. KAFLI
Breyting á lögum um fjarskiptasjóð, nr. 132/2005.

29. gr.

     Í stað ártalsins „2023“ í 2. málsl. 9. gr. laganna kemur: 2024.

XX. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997.

30. gr.

     Í stað „2023“ í ákvæði til bráðabirgða II í lögunum kemur: 2024.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, nr. 89/2019.

31. gr.

     Í stað „3,5%“ í a-lið 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: 4,3%.

32. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. skal Fiskistofa ákvarða og birta fjárhæð gjaldsins vegna ársins 2024 með auglýsingu fyrir 31. desember 2023.

XXII. KAFLI
Breyting á búvörulögum, nr. 99/1993.

33. gr.

     Við 2. mgr. 81. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá er ráðherra heimilt að setja reglugerð um sérstök verkefni og stuðning sem fellur utan samninga sem gerðir eru á grundvelli 1. mgr. 30. gr.

XXIII. KAFLI
Breyting á búnaðarlögum, nr. 70/1998.

34. gr.

     Við 19. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá er ráðherra heimilt að setja reglugerð um sérstök verkefni og stuðning sem fellur utan samninga skv. 3. gr.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.

35. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 9. gr. laganna:
  1. Í stað „16,78%“ í a-lið kemur: 16,55%.
  2. Í stað „23,28%“ í b-lið kemur: 23,05%.
  3. Í stað „31,58%“ í c-lið kemur: 31,35%.


XXV. KAFLI
Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.

36. gr.

     Í stað „1,21%“ í 2. tölul. c-liðar 8. gr. a laganna kemur: 1,44%.

37. gr.

     Í stað „14,74%“ í 1. mgr. 23. gr. laganna kemur: 14,97%.

38. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. 24. gr. skal sveitarstjórn ákveða fyrir 30. desember 2023 hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á árinu 2024, sbr. 1. mgr. 23. gr., svo og 1. mgr. 9. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Ákvörðun sveitarstjórnar skal sömuleiðis tilkynna fjármála- og efnahagsráðuneyti eigi síðar en 30. desember 2023.

39. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2024.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast 31., 32. og 38. gr. þegar gildi.
     Ákvæði 13. gr. kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2024 vegna tekna ársins 2023.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 2023.