Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 848, 154. löggjafarþing 579. mál: Náttúrufræðistofnun Íslands o.fl. (tímabundin setning forstjóra).
Lög nr. 97 27. desember 2023.

Lög um breytingu á lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og lögum um landmælingar og grunnkortagerð (tímabundin setning forstjóra).


I. KAFLI
Breyting á lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, nr. 60/1992.

1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt að framlengja tímabundna setningu forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands til 30. september 2024. Ákvæði 7. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, gilda ekki um setningu í embættið til þess tíma.

II. KAFLI
Breyting á lögum um landmælingar og grunnkortagerð, nr. 103/2006.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt að framlengja tímabundna setningu forstjóra Landmælinga Íslands til 30. september 2024. Ákvæði 7. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, gilda ekki um setningu í embættið til þess tíma.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2023.