Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 871  —  294. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni um þróun bóta almannatrygginga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hafa bætur almannatrygginga þróast frá árinu 2000 samanborið við þróun vísitölu neysluverðs?

    Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig fjárhæðir bóta almannatrygginga hafa þróast frá árinu 2000 samanborið við þróun vísitölu neysluverðs. Miðað er við ársmeðaltal vísitölu neysluverðs og fjárhæð bóta í árslok hverju sinni. Hækkun bóta í fjárlögum byggist á spá um verðlag og launaþróun komandi árs auk viðbótar ef hækkun fyrra árs varð minni en þróunin varð í raun. Eins og sjá má hafa bætur almannatrygginga hækkað meira en vísitala neysluverðs frá aldamótum, en í nokkur skipti hefur þurft að bæta við hækkun um áramót þegar verðbólga hefur reynst meiri en hækkun samkvæmt fjárlögum eins og vegna áranna 2021 og 2022, en þá varð hækkun í fjárlögum 2022 og 2023 verðbólguspá næsta árs að viðbættum þeim mismun sem var á spá áranna og raunhækkun.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.