Ferill 416. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 874  —  416. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni um frítekjumark á framfærsluuppbót örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.


     1.      Hver yrði árlegur heildarkostnaður ríkissjóðs af því að taka upp frítekjumark atvinnutekna gagnvart sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu hjá örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem næmi 60 þús. kr. á mánuði?
    Árlegur kostnaður ríkissjóðs af því að taka upp frítekjumark atvinnutekna gagnvart sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu hjá örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem næmi 60 þús. kr. á mánuði er áætlaður um 500 millj. kr. á ári.

     2.      En ef frítekjumarkið væri 120 þús. kr. á mánuði?
    Árlegur kostnaður ríkissjóðs af því að taka upp frítekjumark atvinnutekna gagnvart sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu hjá örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem næmi 120 þús. kr. á mánuði er áætlaður um 950 millj. kr. á ári.

     3.      En ef frítekjumarkið í báðum tilvikum tæki til allra tekna en ekki aðeins atvinnutekna?
    Árlegur kostnaður ríkissjóðs af því að taka upp almennt frítekjumark sem næði til allra tekna gagnvart sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu hjá örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem næmi 60 þús. kr. á mánuði er áætlaður um 3,6 milljarðar kr. á ári.
    Árlegur kostnaður ríkissjóðs af því að taka upp almennt frítekjumark sem næði til allra tekna gagnvart sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu hjá örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem næmi 120 þús. kr. á mánuði er áætlaður um 7 milljarðar kr. á ári.

     4.      Hver yrði heildarkostnaður ríkissjóðs af því að lækka skerðingarhlutfall tekna gagnvart sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu úr 65% í 45% og taka um leið upp 60 þús. kr. frítekjumark atvinnutekna gagnvart uppbótinni?
    Heildarkostnaður ríkissjóðs af því að lækka skerðingarhlutfall tekna gagnvart sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu úr 65% í 45% og taka um leið upp 60 þús. kr. frítekjumark atvinnutekna gagnvart uppbótinni er áætlaður um 4 milljarðar kr. á ári.