Ferill 607. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 910  —  607. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um viðveru herliðs.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Hversu mikil var viðvera erlends herliðs á Íslandi á árunum 2016–2023? Þess er óskað að fram komi tímabil og tilefni viðveru hvers hóps, upprunaríki og fjöldi liðsmanna og gistinátta. Fyrir árið 2023 er þess jafnframt óskað að fram komi kostnaður ríkisins í tengslum við hvern hóp og af hverju sá kostnaður stafaði.


Skriflegt svar óskast.



Greinargerð.

    Fyrirspurn sama efnis var lögð fram á 153. löggjafarþingi (827. mál).