Ferill 612. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 918  —  612. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um lífeyri almannatrygginga.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Ber ráðherra ábyrgð á að framfylgja 62. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, og breyta upphæðum lífeyris almannatrygginga í fjárlögum hvers árs?
     2.      Hvers vegna er launavísitala ekki notuð sem viðmið um launaþróun þegar lífeyrir almannatrygginga er hækkaður í fjárlögum á hverju ári?


Skriflegt svar óskast.