Ferill 623. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 929  —  623. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um kostnað við leiðtogafund Evrópuráðsins.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hver var heildarkostnaður ríkissjóðs og annarra opinberra aðila við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík 16. og 17. maí 2023?
     2.      Hvernig skiptist kostnaðurinn á milli opinberra aðila og á milli verkþátta, svo sem öryggisgæslu, skipulagningar o.s.frv.?
     3.      Hvaða mismunandi kostnaðarþættir féllu undir öryggisgæslu við leiðtogafundinn?
     4.      Hversu mikill kostnaður fór í kaup á bifreiðum fyrir leiðtogafundinn? Hversu miklum tekjum skilaði sala umræddra bifreiða ríkissjóði eftir lok fundarins?


Skriflegt svar óskast.