Ferill 640. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 953  —  640. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um líkhús og líkgeymslur.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Liggja fyrir upplýsingar um staðsetningu og ábyrgð á rekstri líkhúsa og líkgeymslna um land allt? Ef svo er ekki, hyggst ráðherra beita sér fyrir samantekt á slíkum upplýsingum?
     2.      Telur ráðherra þörf á úrbótum á núverandi lagaumhverfi varðandi líkhús og líkgeymslur?
     3.      Hyggst ráðherra hafa frumkvæði að því að sett verði lög um starfsemi, rekstur og aðgengi að líkhúsum og líkgeymslum?
     4.      Hverja telur ráðherra vera eðlilega grunnþjónustu á þessu sviði sem tryggja þyrfti um land allt, svo sem varðandi aðgengi að þjónustu í tiltekinn fjölda daga eða ásættanlega dreifingu þjónustunnar um landið?
     5.      Hvernig telur ráðherra eðlilegast að tryggja fjármögnun stofnkostnaðar og reksturs líkhúsa og líkgeymslna til frambúðar?
     6.      Hvernig telur ráðherra eðlilegast að ábyrgð á rekstri líkhúsa og líkgeymslna sé háttað?


Munnlegt svar óskast.