Ferill 658. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 982  —  658. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um upprunavottaða orku við álframleiðslu.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Hver er afstaða ráðherra til þeirrar staðhæfingar á vef Samtaka álframleiðenda að á Íslandi sé eingöngu notuð endurnýjanleg orka við álframleiðslu, í ljósi þess að í svari ráðherra við fyrirspurn á yfirstandandi löggjafarþingi (þskj. 894, 472. mál) kemur fram að enginn álframleiðandi á Íslandi kaupi upprunaábyrgðir fyrir þá orku sem hann notar?


Skriflegt svar óskast.