Ferill 663. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 994  —  663. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um styttingu náms í framhaldsskólum og fjárframlög.

Frá Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur.


     1.      Hefur hagræðing af styttingu náms í framhaldsskólum verið könnuð til hlítar? Ef svo er, hverjar eru helstu niðurstöður? Ef ekki, hyggst ráðherra gera það?
     2.      Er ráðherra kunnugt um hvort skoðað hafi verið að stytta nám í grunnskóla og hafa nám í framhaldsskóla áfram fjögur ár? Kæmi slíkt til álita af hálfu ráðherra?
     3.      Hefur stytting námstíma til stúdentsprófs skilað skólum á þessu skólastigi auknum fjármunum vegna þess sparnaðar sem hlýst af styttra námi? Hafa þeir fjármunir nýst til að efla þetta skólastig?
     4.      Hafa þau markmið sem stjórnvöld settu fram við styttingu námstíma til stúdentsprófs verið uppfyllt?
     5.      Hvernig hafa fjárframlög á hvert nemendaígildi í framhaldsskólum þróast á síðustu tíu árum? Svar óskast sundurliðað eftir árum og menntastofnunum.


Skriflegt svar óskast.