Ferill 671. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1003  —  671. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um aðgerðaáætlun í plastmálefnum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða styrkir voru veittir til rannsókna og þróunar á plastlausum lausnum á árunum 2020–2023 á grunni aðgerðar 3 í Úr viðjum plastsins, aðgerðaáætlun í plastmálefnum?
     2.      Hvað hefur verið gert til að fylgja eftir aðgerð 8 um ábyrga notkun plasts í atvinnulífinu í aðgerðaáætluninni? Hvaða árangri hefur það skilað til að draga úr plastnotkun, stækka hlut endurunnins plasts, auka endurvinnslu plastúrgangs og lágmarka mögulega losun örplasts?


Skriflegt svar óskast.