Ferill 682. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 1016  —  682. mál.
Leiðréttur texti.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um viðbragðstíma og kostnað vegna bráðatilfella á landsbyggðinni.

Frá Guðrúnu Sigríði Ágústsdóttur.


     1.      Hver hefur verið meðalviðbragðstími vegna skráðra bráðatilfella á landsbyggðinni frá árinu 2018, þ.e. frá því að símtal berst neyðarlínu og þar til viðkomandi er kominn undir læknishendur? Svar óskast sundurliðað eftir árum og kjördæmum.
     2.      Hvaða kostnaður hefur hlotist af bráðaþjónustu á landsbyggðinni, umfram beinan kostnað við þjónustuna sjálfa, ár hvert frá árinu 2018? Svar óskast sundurliðað eftir heildarkostnaði vegna:
                  a.      innlagna íbúa á landsbyggðinni á sjúkrahúsum í Reykjavík,
                  b.      heilbrigðisþjónustu við íbúa á landsbyggðinni sem ekki er hægt að veita í heimabyggð,
                  c.      sjúkraflutninga af landsbyggðinni til Reykjavíkur.


Skriflegt svar óskast.