Ferill 683. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1017  —  683. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og einstaklinga sem hafa fengið vernd.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hvaða reglur gilda um heilbrigðisþjónustu umsækjenda um alþjóðlega vernd eða þeirra sem hafa fengið hér vernd samanborið við aðra sjúkratryggða?
     2.      Njóta umsækjendur um alþjóðlega vernd eða þeir sem hafa fengið hér vernd forgangs að heilbrigðisþjónustu? Ef svo er, hvaða heilbrigðisþjónustu og hvaða reglur mæla svo fyrir og hvaða rök liggja þar að baki?
     3.      Hefur ráðuneytið veitt undirstofnunum sínum einhverjar leiðbeiningar eða tilmæli um hvernig skuli staðið að heilbrigðisþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd eða þá sem hafa fengið vernd?


Skriflegt svar óskast.