Ferill 609. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 1020  —  609. mál.
Leiðrétt tilvísun.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um tímabundinn stuðning til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ, nr. 87/2023 (framlenging).

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


    Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    Við 8. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Sá sem fær greiddan stuðning skv. 1. mgr. getur óskað eftir því að halda áfram að greiða til stéttarfélags síns og sér þá Vinnumálastofnun um að koma greiðslunni til hlutaðeigandi stéttarfélags.