Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1023, 154. löggjafarþing 497. mál: barnaverndarlög og félagsþjónusta sveitarfélaga (reglugerðarheimildir).
Lög nr. 10 15. febrúar 2024.

Lög um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir).


I. KAFLI
Breyting á barnaverndarlögum, nr. 80/2002.

1. gr.

     5. mgr. 84. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um heimili og önnur úrræði samkvæmt þessari grein.

2. gr.

     Í stað orðanna „barnaverndarþjónustu í sínu heimilisumdæmi“ í 2. málsl. 1. mgr. 85. gr. laganna kemur: Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.

3. gr.

     2. mgr. 86. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um sumardvalir samkvæmt þessari grein.

4. gr.

     Við 91. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um aðra vistun barns á heimili án atbeina barnaverndaryfirvalda samkvæmt þessari grein.

II. KAFLI
Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991.

5. gr.

     Við 34. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um starfsemi og rekstur gæsluvalla og daggæslu í heimahúsum samkvæmt þessari grein.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. febrúar 2024.