Ferill 686. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1027  —  686. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um Ríkisútvarpið og útvarpsgjald.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Hvernig hefur fjöldi greiðenda útvarpsgjalds þróast á árunum 2014–2024? Óskað er eftir upplýsingum miðað við 1. janúar ár hvert.
     2.      Hvernig hefur fjöldi lögaðila sem greiða útvarpsgjald þróast á árunum 2014–2024? Óskað er eftir upplýsingum miðað við 1. janúar ár hvert.
     3.      Hver hefur fjárhæð útvarpsgjalds verið á hverju ári 2014–2024? Óskað er eftir upplýsingum á verðlagi hvers árs og á föstu verðlagi.
     4.      Hefur Ríkisútvarpið fengið önnur framlög frá ríkissjóði en af útvarpsgjaldi? Óskað er eftir upplýsingum á verðlagi hvers árs 2014–2024 og á föstu verðlagi. Jafnframt er óskað eftir rökstuðningi að baki framlögum.


Skriflegt svar óskast.