Ferill 692. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1034  —  692. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um áfengis- og vímuefnavanda eldri borgara.

Frá Guðrúnu Sigríði Ágústsdóttur.


     1.      Liggja fyrir gögn um tíðni áfengis- og vímuefnavanda meðal eldri borgara? Ef svo er ekki, hefur ráðherra kannað möguleika og kosti þess að gera úttekt á áfengis- og vímuefnavanda meðal eldri borgara?
     2.      Hvaða úrræði eru til staðar fyrir eldri borgara með áfengis- eða vímuefnavanda, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á landsbyggðinni?
     3.      Hvaða úrræði eru til staðar fyrir íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum sem eiga við áfengis- eða vímuefnavanda að stríða?


Skriflegt svar óskast.