Ferill 699. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1045  —  699. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um undanþágur frá fasteignaskatti.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvert er fasteignamat fasteigna sem eru undanþegnar fasteignaskatti skv. 1. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995?
     2.      Hver hefði verið upphæð álagðs fasteignaskatts á framangreindar fasteignir á yfirstandandi ári ef ekki hefði verið fyrir fyrrgreinda undanþágu?
    Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum og stafliðum 1. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995.
Enn fremur óskast svar sundurliðað eftir nafni félaga í a-lið 1. mgr. 5. gr. sömu laga.


Skriflegt svar óskast.