Ferill 701. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1047  —  701. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um almannavarnaáætlun á Hengilssvæðinu.

Frá Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur.


     1.      Er í gildi viðbragðs- eða almannavarnaáætlun ef kvikugangur opnast undir Hengilssvæðinu í Ölfusi?
     2.      Hvernig verður tryggt að vatn berist til höfuðborgarsvæðisins ef kvikumyndun eða eldgos verður nærri Hellisheiðarvirkjun sem sér höfuðborgarsvæðinu fyrir orku og heitu vatni?


Skriflegt svar óskast.