Ferill 711. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1065  —  711. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald.

Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.


     1.      Hversu margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á árunum 2013–2023? Svar óskast sundurliðað eftir árum og aldri, kyni og ríkisfangi gæsluvarðhaldsfanga.
     2.      Hversu margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á þeim grundvelli að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, sbr. a-lið 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008? Svar óskast sundurliðað eftir árum og aldri, kyni og ríkisfangi gæsluvarðhaldsfanga.
     3.      Hversu margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á árunum 2013–2023 á þeim grundvelli að ætla megi að sakborningur muni reyna að komast úr landi, leynast eða með öðrum hætti koma sér undan rannsókn, sbr. b-lið 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008? Svar óskast sundurliðað eftir árum og aldri, kyni og ríkisfangi gæsluvarðhaldsfanga.
     4.      Hversu margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á árunum 2013–2023 á þeim grundvelli að ætla megi að sakborningur muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbundnum dómi, sbr. c-lið 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008? Svar óskast sundurliðað eftir árum og aldri, kyni og ríkisfangi gæsluvarðhaldsfanga.
     5.      Hversu margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á árunum 2013–2023 á þeim grundvelli að telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna, sbr. d-lið 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008? Svar óskast sundurliðað eftir árum og aldri, kyni og ríkisfangi gæsluvarðhaldsfanga.
     6.      Hversu margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á árunum 2013–2023 á þeim grundvelli að sterkur grunur leiki á að sakborningur hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, sbr. 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008? Svar óskast sundurliðað eftir árum og aldri, kyni og ríkisfangi gæsluvarðhaldsfanga.


Skriflegt svar óskast.