Ferill 735. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1098  —  735. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um raunfærnimat.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hvert er hlutverk ráðuneytisins og stofnana þess er varðar raunfærnimat?
     2.      Hverjar eru skyldur framhaldsfræðslu er varða raunfærnimat?
     3.      Hverjar eru skyldur framhaldsfræðslu til að leiðbeina fólki sem lokið hefur raunfærnimati um leiðir til að bæta við sig námi til að öðlast starfsréttindi hér á landi?
     4.      Hverjar eru skyldur framhaldsfræðslu til að bjóða upp á námskeið eða námsleiðir sem fólk sem lokið hefur raunfærnimati kann að vanta til að öðlast starfsréttindi hér á landi?


Munnlegt svar óskast.