Ferill 704. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
2. uppprentun.

Þingskjal 1102  —  704. mál.
Viðbót.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (TBE, ÁBG, ÁLÞ, HildS, JFF, OH, SÞÁ).


     1.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðsins „eigenda“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: eiganda.
                  b.      Í stað orðanna „Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: Húsnæðissjóðs.
                  c.      Í stað dagsetningarinnar „1. júlí“ í 5. mgr. komi: 31. desember.
     2.      Á eftir 3. gr. komi ný grein, svohljóðandi:

             Búseturéttur.

                 Þrátt fyrir skilyrði 1. og 3. gr. um lögheimili og viðmið um greiðslu og að ósk búseturéttarhafa skal félag skv. 2. mgr. 2. gr. ganga til samninga við félög samkvæmt lögum um húsnæðissamvinnufélög um kaup á búseturétti í íbúðarhúsnæði sem að öðru leyti fellur undir gildissvið laga þessara. Endurgjald fyrir réttinn, sem rennur til búseturéttarhafa, skal vera 95% af framreiknuðu búseturéttargjaldi búseturéttarhafa.
                 Beiðni um kaup samkvæmt þessari grein skal berast eigi síðar en 31. desember 2024. Ráðherra er heimilt að áskilja að beiðni um kaup berist í gegnum miðlægan þjónustuvef.
     3.      Í stað orðsins „tveimur“ í 2. málsl. 4. gr. komi: þremur.
     4.      Við 1. málsl. 5. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Félaginu“ komi: Félagi skv. 2. mgr. 2. gr.
                  b.      Í stað orðsins „eigenda“ komi: eiganda.
     5.      Við 8. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Ákvæði stjórnsýslulaga gilda eingöngu um ákvarðanir félags skv. 2. mgr. 2. gr. sem varða kaup á íbúðarhúsnæði skv. 3. gr. og búseturétt skv. 4. gr. og um veitingu forgangsréttar skv. 5. gr.
                  b.      Í stað „3. og 4. gr.“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: 3., 4. og 5. gr.
                  c.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Við einkaréttarlegar ákvarðanir skal félagið hafa til grundvallar gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Þá hefur Ríkisendurskoðun eftirlit með starfsemi félagsins.
                  d.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Lög nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, gilda ekki um lán ríkissjóðs sem veitt verða til félags skv. 2. mgr. 2. gr. með heimild í fjárlögum eða fjáraukalögum, að undanskilinni 3. mgr. 5. gr. þeirra laga.
     6.      Í stað orðanna „stofnað verður“ í 1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða I komi: stofna skal.
     7.      Við ákvæði til bráðabirgða II.
                  a.      Í stað „4. gr.“ komi: 5. gr.
                  b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Félagi skv. 2. mgr. 2. gr. er óheimil ráðstöfun eigna sem háðar eru forgangsrétti skv. 5. gr., til annarra en forgangsréttarhafa, með útleigu eða sölu, áður en mat samkvæmt ákvæði þessu hefur farið fram.
     8.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Náist ekki samningar um kaup á búseturétti skv. 4. gr. er ráðherra heimilt að styrkja þá búseturéttarhafa sem falla undir ákvæðið um sömu fjárhæð og tilgreind er í ákvæðinu.