Ferill 785. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1192  —  785. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um vistun barna í lokuðu búsetuúrræði.

Frá Katrínu Sigríði J. Steingrímsdóttur.


     1.      Hver er skoðun ráðherra á því að lögfest verði heimild til að vista börn í lokuðu búsetuúrræði, líkt og kveðið er á um í fyrirhuguðu frumvarpi til laga um lokað búsetuúrræði sem kynnt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda?
     2.      Hefur ráðherra kynnt sér áhrifin sem það kann að hafa á börn að sæta frelsisskerðingu?
     3.      Í hvaða tilvikum telur ráðherra vistun barns í lokuðu búsetuúrræði geta samræmst skilyrði frumvarpsins, barnalaga og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins um að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang?
     4.      Hver er skoðun ráðherra á því að í frumvarpinu sé lagt til að óheimilt verði að vista fylgdarlaus börn í lokuðu búsetuúrræði en ríkisstjórnin hyggist þó láta önnur börn sæta þeirri meðferð?


Skriflegt svar óskast.