Ferill 841. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1262  —  841. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sjálfsofnæmissjúkdóma.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hversu margir hafa greinst með sjálfsofnæmissjúkdóm á Íslandi sl. 20 ár? Svar óskast sundurliðað eftir aldri og kyni.
     2.      Hefur greiningum á sjálfsofnæmissjúkdómum fjölgað eftir COVID-19-faraldurinn?
     3.      Eru sjálfsofnæmissjúkdómar algengari hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum? Ef svo er, hefur ráðherra skoðað hvaða hugsanlegu ástæður gætu legið þar að baki?


Skriflegt svar óskast.