Ferill 955. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1416  —  955. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um þjónustu og úrræði Vinnumálastofnunar sem miðast að ungu fólki sem er ekki í vinnu, virkni eða námi.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar á aldrinum 16–29 ára njóta þjónustu Vinnumálastofnunar vegna atvinnuleysis?
     2.      Hversu margir í þeim hópi falla undir NEET-skilgreiningu um að vera ekki í vinnu, virkni eða námi (e. Not in Education, Employment, or Training, NEET)?
     3.      Hvaða þjónustu býður Vinnumálastofnun ungmennum á aldrinum 16–18 ára?
     4.      Hvaða úrræði býður Vinnumálastofnun sem miðast að ungu fólki sem fellur undir NEET-skilgreiningu?
     5.      Hverjar eru skyldur Vinnumálastofnunar gagnvart ungu fólki sem hefur aldrei verið á vinnumarkaði og á því ekki rétt á atvinnuleysisbótum? Hvernig er þeim skyldum sinnt?
     6.      Hvernig þjónustar Vinnumálastofnun ungt fólk sem á engan frekari rétt til bóta eftir að hafa þegið atvinnuleysisbætur í 30 mánuði en tekst ekki að ráða sig í nýja vinnu á þeim 24 mánuðum sem þurfa að líða til að einstaklingur vinni sér inn bótarétt að nýju?


Skriflegt svar óskast.