Ferill 1071. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1556  —  1071. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um aðgerðir gegn kynskiptum vinnumarkaði.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver eru næstu skref sem ráðherra sér fyrir sér í tengslum við endurmat á virði kvennastarfa?
     2.      Hvaða beinu aðgerðir telur ráðherra best fallnar til að vinna gegn kynskiptum vinnumarkaði?
     3.      Hefur verið metið hvernig ólíkar leiðir til launasetningar samræmast aðferðafræði við virðismat starfa og sérstaklega hvaða áhrif stofnanasamningar hafa á kynbundinn launamun?
     4.      Hvaða mat fer fram á áhrifum kjarasamninga ríkisins á launamun kynjanna?


Munnlegt svar óskast.