Ferill 31. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1557  —  31. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um áhrif sakaferils vistfjölskyldumeðlims á umsókn um dvalarleyfi vegna vistráðningar.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða þýðingu hafa upplýsingar um sakaferil vistfjölskyldumeðlims skv. 3. mgr. 68. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, fyrir umsókn um dvalarleyfi vegna vistráðningar samkvæmt lögunum? Getur sakaferill vistfjölskyldumeðlims haft áhrif á ákvörðun Útlendingastofnunar um veitingu dvalarleyfis á grundvelli ákvæðisins? Ef svo er, með hvaða hætti og á hvaða lagagrundvelli?

    Það er ekki skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis á grundvelli vistráðningar að vistfjölskyldumeðlimur sé með hreint sakavottorð og hefur Útlendingastofnun aldrei synjað umsókn á þeim grundvelli. Þrátt fyrir það er Útlendingastofnun unnt að óska eftir sakavottorði vistfjölskyldumeðlims ef grunur er um eitthvað misjafnt, sbr. 3. málsl. 4. mgr. 68. gr. laga um útlendinga en samkvæmt ákvæðinu skal dvalarleyfi hafnað ef rökstuddur grunur er um að vistráðning sé notuð til að fá útlending til landsins í þeim tilgangi að misnota starfskrafta hans eða í öðrum ólögmætum tilgangi.