Ferill 1039. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.









Þingsályktun



um rannsókn vegna snjóflóðs sem féll í Súðavík 16. janúar 1995.


________




    Alþingi ályktar í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, nr. 68/2011, að skipa rannsóknarnefnd þriggja einstaklinga til að rannsaka málsatvik í tengslum við snjóflóð sem féll í Súðavík 16. janúar 1995.
    Rannsóknarnefndin dragi saman og útbúi til birtingar upplýsingar um málsatvik í því augnamiði að varpa ljósi á ákvarðanir og verklag stjórnvalda þar sem gerð verði grein fyrir:
     1.      hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir, hvernig skipulagi byggðar var háttað með tilliti til snjóflóðahættu, gerð hættumats og hvernig staðið var að upplýsingagjöf um snjóflóðahættu til íbúa Súðavíkur,
     2.      fyrirkomulagi og framkvæmd almannavarnaaðgerða í aðdraganda snjóflóðsins, í kjölfar þess og þar til hættuástandi var aflétt,
     3.      eftirfylgni stjórnvalda í kjölfar snjóflóðsins.
    Rannsókninni ljúki svo fljótt sem verða má og eigi síðar en einu ári eftir skipun rannsóknarnefndarinnar.



_____________







Samþykkt á Alþingi 30. apríl 2024.