Ferill 728. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.








Lög



um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (fjarheilbrigðisþjónusta).


________




1. gr.

    Á eftir 4. tölul. 4. gr. laganna kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Fjarheilbrigðisþjónusta: Nýting stafrænnar samskipta- og upplýsingatækni til að veita heilbrigðisþjónustu þar sem aðilar eru ekki á sama stað á sama tíma. Undir fjarheilbrigðisþjónustu fellur:
     a.      Fjarsamráð: Samráð heilbrigðisstarfsfólks og miðlun heilbrigðisupplýsinga með viðeigandi og öruggum tæknibúnaði.
     b.      Fjarvöktun: Notkun á stafrænum lausnum og tæknibúnaði í fjarvöktun á heilbrigðisástandi.
     c.      Myndsamtal: Rauntímasamskipti heilbrigðisstarfsmanns og sjúklings með öruggum tæknibúnaði.
     d.      Netspjall og hjálparsími: Samskipti heilbrigðisstarfsfólks við sjúklinga í hjálparsíma eða á netspjalli sem kalla á leit upplýsinga eða skráningu upplýsinga í sjúkraskrá sjúklings.
     e.      Velferðartækni: Notkun á stafrænum tæknilausnum heilbrigðisþjónustu sem treystir búsetu einstaklinga í heimahúsi.

2. gr.

    Við 2. málsl. 23. gr. laganna bætist: og lýðheilsu.

3. gr.

    Við 3. málsl. 27. gr. laganna bætist: og lýðheilsu.

4. gr.

    Á eftir 27. gr. a laganna kemur ný grein, 27. gr. b, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Fjarheilbrigðisþjónusta.

    Heilbrigðisstofnanir, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu skulu við skipulagningu og veitingu fjarheilbrigðisþjónustu uppfylla fyrirmæli landlæknis um upplýsingaöryggi, sbr. lög um landlækni og lýðheilsu.

5. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða II í lögunum fellur brott.

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.




_____________







Samþykkt á Alþingi 14. maí 2024.