Ferill 964. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1729  —  964. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni um skrifleg svör ráðherra
við fyrirspurnum frá alþingismönnum.


     1.      Hvert er ferlið í ráðuneytinu þegar fyrirspurn skv. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis berst frá alþingismanni sem óskar skriflegs svars? Hvernig er það skráð í skjalavistunarkerfi ráðuneytisins?
    Fyrirspurnir eru skráðar í málaskrá ráðuneytisins á málalykil 02.01.04 Fyrirspurnir frá alþingismönnum og skráð tímamörk vegna svars í málsskjal. Laga- og stjórnsýsluskrifstofa sér um miðlæga deilingu og úthlutun verkefna vegna svörunar til fagskrifstofa innan ráðuneytis. Þegar drög svars liggja fyrir er það lagt fyrir ráðuneytisstjóra og ráðherra til samþykktar. Laga- og stjórnsýsluskrifstofa sendir endanlegt svar til Alþingis, að undangengnu samþykki.

     2.      Hversu langur tími leið að jafnaði undanfarin þrjú ár frá því að fyrirspurn var útbýtt þar til ráðuneytið sendi forseta Alþingis skriflegt svar? Svar óskast sundurliðað eftir löggjafarþingum og fyrirspyrjendum.
     3.      Hvaða aðilar í ráðuneytinu sjá um vinnslu skriflegra svara, frágang þeirra, yfirlestur og sendingu til forseta Alþingis? Hversu langan tíma tók hvert þessara skrefa að jafnaði undanfarin þrjú ár? Svar óskast sundurliðað eftir löggjafarþingum og fyrirspyrjendum.
    Sjá umfjöllun undir 1. tölul. fyrirspurnarinnar. Laga- og stjórnsýsluskrifstofa hefur miðlægt hlutverk við miðlun, ferli og öflun samþykkis svara vegna fyrirspurna, ásamt sendingu til Alþingis. Í meðfylgjandi yfirlitum kemur fram fjöldi daga frá móttöku fyrirspurnar þar til hún var send Alþingi. Utanríkisráðuneyti heldur almennt utan um og skráir í svörum þann tímafjölda sem áætlað er að hafi tekið að vinna svarið. Ekki er haldið sérstaklega utan um vinnustundir við hvert skref ferlisins, samantekt upplýsinga, vinnslu svars, yfirlestur og samþykkisferli, enda mjög misjafnt hve umfangsmikil vinna liggur að baki og hvort upplýsingar eru fyrirliggjandi eða þarf að kalla eftir þeim.
    Á 151. löggjafarþingi liðu að jafnaði 49,8 dagar frá því að fyrirspurn barst ráðuneytinu þar til svar ráðuneytisins var sent til Alþingis. Fyrirspurnir voru 18 talsins.
    Á 152. löggjafarþingi liðu að jafnaði 30,4 dagar frá því að fyrirspurn barst ráðuneytinu þar til svar ráðuneytisins var sent til Alþingis. Fyrirspurnir voru 14 talsins.
    Á 153. löggjafarþingi liðu að jafnaði 23 dagar frá því að fyrirspurn barst ráðuneytinu þar til svar ráðuneytisins var sent til Alþingis. Fyrirspurnir voru 27 talsins.

151. löggjafarþing
Fyrirspyrjandi Fyrirspurn móttekin Svar sent Alþingi Dagafjöldi Vinnustundir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 07.07.2021 16.09.2021 49 1
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 07.07.2021 17.09.2021 50 6
Þorsteinn B. Sæmundsson 04.06.2021 03.09.2021 63 6
Gunnar Bragi Sveinsson 04.06.2021 17.09.2021 73 8
Sigríður Á. Andersen 20.05.2021 16.09.2021 82 6
Andrés Ingi Jónsson 11.05.2021 03.09.2021 79 3
Björn Leví Gunnarsson 29.03.2021 17.09.2021 116 15
Gunnar Bragi Sveinsson 26.03.2021 17.09.2021 117 óskráð
Sigurður Páll Jónsson 26.03.2021 10.05.2021 27 2
Björn Leví Gunnarsson 12.03.2021 04.06.2021 54 8
Guðjón S. Brjánsson 25.02.2021 27.04.2021 39 2
Birgir Þórarinsson 03.02.2021 24.02.2021 15 3
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir 21.12.2020 03.02.2021 29 5
Andrés Ingi Jónsson 16.12.2020 03.02.2021 32 6
Andrés Ingi Jónsson 19.11.2020 21.12.2020 22 4
Þorsteinn Sæmundsson 16.11.2020 17.12.2020 23 3
Inga Sæland 06.11.2020 04.12.2020 20 4
Rósa Björk Brynjólfsdóttir 08.10.2020 20.10.2020 8 3

152. löggjafarþing
Fyrirspyrjandi Fyrirspurn móttekin Svar sent Alþingi Dagafjöldi Vinnustundir
Erna Bjarnadóttir 02.05.2022 23.05.2022 15 4
Björn Leví Gunnarsson 27.04.2022 31.05.2022 23 3
Diljá Mist Einarsdóttir 13.04.2022 10.06.2022 36 óskráð
Andrés Ingi Jónsson 07.04.2022 03.05.2022 14 1,5
Hilda Jana Gísladóttir 04.04.2022 18.05.2022 29 4
Jóhann Páll Jóhannsson 29.03.2022 01.04.2022 3 1
Rósa Björk Brynjólfsdóttir 08.03.2022 23.05.2022 51 1,5
Andrés Ingi Jónsson 03.03.2022 04.04.2022 22 5
Inga Sæland 03.03.2022 06.04.2022 24 5
Halla Signý Kristjánsdóttir 22.02.2022 17.05.2022 56 3
Ásthildur Lóa Þórsdóttir 11.02.2022 11.07.2022 99 óskráð
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir 19.01.2022 04.02.2022 12 óskráð
Andrés Ingi Jónsson 15.12.2021 21.12.2021 4 0,5
Andrés Ingi Jónsson 09.12.2021 02.02.2022 38 3

153. löggjafarþing
Fyrirspyrjandi Fyrirspurn móttekin Svar sent Alþingi Dagafjöldi Vinnustundir
Bergþór Ólason 09.06.2023 23.06.2023 10 15
Andrés Ingi Jónsson 02.06.2023 22.06.2023 15 0,5
Bryndís Haraldsdóttir 16.05.2023 22.06.2023 25 1
Indriði Ingi Stefánsson 16.05.2023 05.06.2023 12 1
Diljá Mist Einarsdóttir 11.05.2023 28.06.2023 32 2
Andrés Ingi Jónsson 09.05.2023 28.06.2023 34 3
Bergþór Ólason 27.04.2023 16.06.2023 33 7
Bryndís Haraldsdóttir 26.04.2023 28.06.2023 42 0,5
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir 12.04.2023 08.05.2023 16 2
Hildur Sverrisdóttir 30.03.2023 04.05.2023 20 3
Andrés Ingi Jónsson 29.03.2023 24.04.2023 14 10
Lilja Rannveig Sigurðardóttir 29.03.2023 05.05.2023 22 0,5
Andrés Ingi Jónsson 14.03.2023 05.04.2023 16 3
Andrés Ingi Jónsson 09.03.2023 29.03.2023 14 35
Ásmundur Friðriksson 22.02.2023 20.03.2023 20 2
Andrés Ingi Jónsson 06.02.2023 21.02.2023 11 1
Inga Sæland 02.02.2023 23.02.2023 15 8
Helga Vala Helgadóttir 26.01.2023 17.02.2023 14 1
Diljá Mist Einarsdóttir 12.12.2022 15.12.2022 3 0,5
René Biasone 07.12.2022 19.01.2023 30 3
Helga Vala Helgadóttir 30.11.2022 18.01.2023 34 3
Björn Leví Gunnarsson 22.11.2022 11.01.2023 35 25
Högni Elfar Gylfason 17.11.2022 02.12.2022 11 6
Andrés Ingi Jónsson 18.10.2022 25.11.2022 18 2
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir 05.10.2022 16.12.2022 52 óskráð
Andrés Ingi Jónsson 30.09.2022 16.11.2022 33 16
Björn Leví Gunnarsson 30.09.2022 25.11.2022 40 19

    Alls fóru fimm vinnustundir í að taka svar þetta saman.