Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
82. löggjafarþing 1961–62.
Þskj. 804  —  109. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

um rannsókn á skilyrðum til samgöngubóta á eyðisöndum Skaftafellssýslu.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina:
     1.      Að láta rannsaka til hlítar brúarstæði á Jökulsá á Breiðamerkursandi og gera kostnaðaráætlun um brú þar.
     2.      Að láta athuga — með sérstöku tilliti til samgangna á Skeiðarársandi — nýjar tegundir samgöngutækja til samgangna um torfærur á landi með hliðsjón af reynslu af slíkum tækjum erlendis. Síðan skal gera tilraunir með ný samgöngutæki á Skeiðarársandi, ef ætla má að athugun lokinni, að þau muni reynast hæf til samgöngubóta þar.
     3.      Að láta fylgjast sem bezt með tæknilegum nýjungum við brúargerðir, er kynnu að gera kleift að brúa jökulvötnin á Skeiðarársandi.


Samþykkt á Alþingi 16. apríl 1962.