Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
84. löggjafarþing 1963–64.
Þskj. 697  —  222. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

um jarðhitarannsóknir og jarðhitaleit.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina, að hún hlutist til um, að á vegum jarðhitasjóðs verði hið fyrsta hafizt handa um nauðsynlegar frumathuganir á jarðhitasvæðum víðs vegar um landið.
    Að því loknu verði framkvæmdar tilraunaboranir. Skal fyrst hefja framkvæmdir á þeim jarðhitasvæðum, þar sem helzt er að vænta góðs árangurs og þar sem aðstaða að öðru leyti er bezt til hagnýtingar orkunnar.


Samþykkt á Alþingi 13. maí 1964.