Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
88. löggjafarþing 1967–68.
Þskj. 348  —  78. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um endurskoðun laga um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta endurskoða löggjöfina um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis. Með þeirri endurskoðun skal einkum stefnt að því að gera utanríkisþjónustuna hagkvæmari og ódýrari en nú. Endurskoðunin skal gerð í samráði við þingflokkana, og skulu niðurstöður hennar lagðar fyrir næsta þing.


Samþykkt á Alþingi 6. marz 1968.