Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
92. löggjafarþing 1971–72.
Þskj. 925  —  94. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um byggingu leiguhúsnæðis á vegum sveitarfélaga.



    Alþingi ályktar, að gera beri hið fyrsta ráðstafanir til þess að bæta úr þeim alvarlega skorti á leiguhúsnæði, sem ríkjandi er í flestum þorpum og kaupstöðum landsins, og felur í því skyni ríkisstjórninni:
     1.      að láta fara fram könnun á þörf fyrir leiguhúsnæði í sveitarfélögum um land allt;
     2.      að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um útvegun fjármagns og útlán þess til sveitarfélaga og annarra þeirra aðila, sem byggja vilja leiguíbúðir, þannig að þeim sé gert fjárhagslega kleift að byggja og reka leiguhúsnæði, þar sem þess er þörf. Skal þess gætt, að þessi sérstaka fjármagnsútvegun dragi ekki úr öflun lánsfjár til byggingar eigin íbúðarhúsnæðis.


Samþykkt á Alþingi 18. maí 1972.