Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
92. löggjafarþing 1971–72.
Þskj. 954  —  95. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um upplýsingaskyldu stjórnvalda.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um, hver sé skylda stjórnvalda og ríkisstofnana til að skýra opinberlega frá störfum sínum og ákvörðunum og hvenær beri að veita þeim, sem þess óska, aðgang að reikningum og skjölum, sem almenning varða.


Samþykkt á Alþingi 19. maí 1972.