Ferill 163. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


94. löggjafarþing 1973–74.
Þskj. 613  —  163. mál.




ÞINGSÁLYKTUN


um jöfnun símgjalda.




     Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að haga endurskoðun gjaldskrár Landssímans þannig, að sem fyrst verði náð sem mestum jöfnuði með landsmönnum í kostnaði við notkun símans og dreifbýli og höfuðborgarsvæðið beri hlutfallslega sömu byrði hinna sameiginlegu heildarsímaútgjalda. Sérstaklega ber að stefna að því, að:
     1.      símgjöld innan eins svæðisnúmers eða landshluta verði hin sömu um land allt,
     2.      gjöld fyrir símtöl úr dreifbýli til höfuðborgarsvæðisins lækki verulega.


Samþykkt á Alþingi 28. mars 1974.