Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Innanríkisráðherra 2013–2014.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 12. október 1966. Foreldrar: Kristján Ármannsson (fæddur 1. desember 1944) járnsmiður og Aðalheiður Jóhanna Björnsdóttir (fædd 19. maí 1945) móttökuritari. Maki: Vilhjálmur Jens Árnason (fæddur 23. júní 1964) heimspekingur. Foreldrar: Árni Björnsson og Guðný Theódórsdóttir Bjarnar. Dætur: Aðalheiður (1998), Theódóra Guðný (2004).

Verslunarpróf VÍ 1984. Stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1986. BA-próf í stjórnmálafræði HÍ 1991. M.Sc.-próf í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla 1993.

Starfsmaður Öryggismálanefndar 1990–1991. Deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu 1994–1995. Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1995–1999. Aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins 1999–2006. Borgarfulltrúi 2002–2013. Forseti borgarstjórnar og formaður skipulagsráðs Reykjavíkur 2006–2008. Borgarstjóri í Reykjavík 2008–2010. Innanríkisráðherra 23. maí 2013 til 4. desember 2014.

Í stjórn hverfafélags sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri 1995–1996. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1995–1999. Formaður nefndar menntamálaráðherra um mótun símenntunarstefnu 1997–1998. Í borgarstjórn Reykjavíkur síðan 2002, í borgarráði 2003–2013. Í menningarmálanefnd Reykjavíkur 2002–2003. Í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur, í fræðsluráði Reykjavíkur 2002–2005. Í hverfisráði Árbæjar 2002–2006, í stjórn Fasteignastofu Reykjavíkur 2003–2005. Í menntamálanefnd og framkvæmdaráði Reykjavíkur 2005–2006. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2006–2013. Í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2008–2010. Formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins 2008–2010. Í stjórnkerfisnefnd Reykjavíkurborgar 2010–2013. Í stjórn Faxaflóahafna 2011–2013. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2013–2015.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Innanríkisráðherra 2013–2014.

Utanríkismálanefnd 2015–2016 (formaður).

Þingmannanefnd Íslands og ESB 2013–2016 .

Æviágripi síðast breytt 31. október 2016.

Áskriftir