Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
  • Kjördæmi: Norðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Framsóknarflokkur

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2021 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis desember 2018 og júní 2019 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fædd á Akranesi 14. september 1996. Foreldrar: Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (fæddur 5. apríl 1974) bóndi, svæðisstjóri og varaþingmaður og Kristín Kristjánsdóttir (fædd 7. október 1972) bóndi, skólabílstjóri og skólaritari. Maki: Ólafur Daði Birgisson (fæddur 7. júní 1996) háskólanemi. Foreldrar: Helena Ólafsdóttir og Birgir Hilmarsson. Börn: Haukur Axel (2017), Kristín Svala (2020).

Stúdentspróf VÍ 2016. Nám í faggreinakennslu HÍ 2018–2020.

Leiðsögumaður á Eiríksstöðum í Haukadal 2016–2018. Leikskólaleiðbeinandi í Auðarskóla 2016–2017. Skólaliði og stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Borgarfjarðar 2018–2019. Starfsmaður á Hótel Varmalandi 2019–2020. Deildarstjóri á Hjallastefnuleikskólanum Hraunborg á Bifröst 2021.

Stjórnarmaður í Sambandi ungra framsóknarmanna 2015–. Í miðstjórn Framsóknarflokksins 2017–. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna 2018–2021. Í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins 2018–2021. Í landsstjórn Framsóknarflokksins 2018–2021. Formaður starfshóps mennta- og menningarmálaráðuneytis um heimavistarúrræði á höfuðborgarsvæðinu 2020. Stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs námsmanna 2020–. Stjórnarformaður námsstyrkjanefndar 2020–. Aðalmaður í fræðslunefnd Borgarbyggðar 2020–.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2021 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis desember 2018 og júní 2019 (Framsóknarflokkur).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2021–2023, framtíðarnefnd 2021– (formaður 2023–2024), stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2021–2023, velferðarnefnd 2023–, atvinnuveganefnd 2023–.

Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2021 og 2023–.

Æviágripi síðast breytt 26. janúar 2024.

Áskriftir