Ingólfur Guðnason

Ingólfur Guðnason

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands vestra 1979–1983 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Vatnadal í Suðureyrarhreppi, Vestur-Ísafjarðarsýslu 27. febrúar 1926, dáinn 14. mars 2007. Foreldrar: Guðni Albert Guðnason (fæddur 17. október 1895, dáinn 3. apríl 1930) bóndi þar og kona hans Kristín Jósepsdóttir (fædd 20. september 1898, dáin 23. mars 1977) húsmóðir. Maki (25. desember 1947): Anna Guðmundsdóttir (fædd 12. júní 1926, dáin 1. apríl 2010) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson og Sigríður Jónsdóttir. Börn: Kolbrún (1951), Guðmundur (1951).

Héraðsskólapróf Reykjum í Hrútafirði 1945. Samvinnuskólapróf 1947. Sótti þriggja mánaða námskeið í meðferð og viðhaldi landbúnaðarvéla í Bandaríkjunum 1956.

Starfsmaður Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga 1947–1949. Vann við og rak lengst af bifreiðaverkstæði á Laugarbakka í Miðfirði 1950–1959. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga 1959–1995.

Hreppstjóri Hvammstangahrepps 1960–1995. Í hreppsnefnd Hvammstangahrepps 1966–1970. Formaður skólanefndar Reykjaskóla frá 1971. Sat fundi Evrópuráðsins á vegum Alþingis 1980–1983.

Alþingismaður Norðurlands vestra 1979–1983 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 18. nóvember 2019.

Áskriftir