Jónas Kristjánsson

Jónas Kristjánsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður 1926–1930 (Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

1. varaforseti efri deildar 1927.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870, dáinn 3. apríl 1960. Foreldrar: Kristján Kristjánsson (fæddur um 1832, dáinn 1. maí 1888) bóndi þar og kona hans Steinunn Guðmundsdóttir (fædd 3. september 1841, dáin 9. október 1881) húsmóðir. Maki (16. september 1901): Hansína Benediktsdóttir (fædd 17. maí 1874, dáin 21. júlí 1948) húsmóðir. Foreldrar: Benedikt Kristjánsson og 1. kona hans Regína Magdalena Hansdóttir Sívertsen. Hálfsystir Þórðar Benediktssonar alþingismanns. Börn: Rannveig (1903), Regína Margrét (1905), Guðbjörg (1908), Ásta (1911), Kristján (1914).

Stúdentspróf Lsk. 1896. Læknisfræðipróf Læknaskólanum 1901. Við framhaldsnám á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn 1901. Fór námsför til Kaupmannahafnar 1908 og síðar margsinnis til ýmissa Evrópulanda og þrisvar til Vesturheims, síðustu árin til þess að kynna sér mataræði og náttúrulækningar.

Héraðslæknir á Fljótsdalshéraði 1901–1911, sat á Arnheiðarstöðum 1901–1902, á Hrafnkelsstöðum 1902–1903 og síðan að Brekku í Fljótsdal. Héraðslæknir í Sauðárkrókshéraði 1911–1938. Fluttist þá til Reykjavíkur og stundaði lækningar þar, uns hann gerðist læknir við heilsuhæli Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði frá stofnun þess 1955–1958, átti heima í Hveragerði til æviloka.

Stofnaði 1939 Náttúrulækningafélag Íslands í Reykjavík og var í stjórn þess til æviloka.

Landskjörinn alþingismaður 1926–1930 (Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

1. varaforseti efri deildar 1927.

Ritaði fjölda greina um nýjar leiðir í heilsuvernd og náttúrulækningar og þýddi heilsuverndarbækur.

Ritstjóri: Heilsuvernd (1946–1959).

Æviágripi síðast breytt 9. febrúar 2016.

Áskriftir