Björgvin G. Sigurðsson

Björgvin G. Sigurðsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2013 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Suðurlands nóvember 1999, október–nóvember 2000, október 2001 og janúar–mars 2003, Suðurkjördæmis júlí 2013 og október–nóvember 2015 (Samfylkingin).

Viðskiptaráðherra 2007–2009, samstarfsráðherra Norðurlanda 2008–2009.

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2009–2010.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 30. október 1970. Foreldrar: Sigurður Björgvinsson (fæddur 12. maí 1945) vélfræðingur og Jenný Jóhannsdóttir (fædd 3. ágúst 1946) kennari. Maki: María Ragna Lúðvígsdóttir (fædd 11. janúar 1970) tölvunarfræðingur. Foreldrar: Lúðvíg Alfreð Halldórsson og Guðrún Ragna Kristjánsdóttir. Dætur: Guðrún Ragna (2003), Elísabet (2005). Stjúpbörn, börn Maríu Rögnu: Stefanía Ýrr (1990), Lúðvíg Árni (1992), Karólína (1994), Þóra Andrea (1995).

Stúdentspróf Fjölbrautaskóla Suðurlands 1993. BA-próf í sögu og heimspeki HÍ 1997.

Blaðamaður á Vikublaðinu 1996–1997. Ritstjóri Stúdentablaðsins 1997–1998. Framkvæmdastjóri Reykvískrar útgáfu 1999. Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og þingflokks Samfylkingarinnar 1999–2002. Kosningastjóri Samfylkingarinnar á Suðurlandi og í Árborg 1999 og 2002. Viðskiptaráðherra 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Samstarfsráðherra Norðurlanda 10. júní 2008 til 1. febrúar 2009.

Í Þingvallanefnd 2009–2013.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2013 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Suðurlands nóvember 1999, október–nóvember 2000, október 2001 og janúar–mars 2003, Suðurkjördæmis júlí 2013 og október–nóvember 2015 (Samfylkingin).

Viðskiptaráðherra 2007–2009, samstarfsráðherra Norðurlanda 2008–2009.

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2009–2010.

Iðnaðarnefnd 2003–2004, menntamálanefnd 2003–2007, samgöngunefnd 2004–2005, 2009 og 2009–2010, allsherjarnefnd 2005–2007, efnahags- og skattanefnd 2009 (formaður), fjárlaganefnd 2009 og 2010–2013, utanríkismálanefnd 2010–2011, allsherjar- og menntamálanefnd 2011–2013 (formaður).

Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2005–2007, Íslandsdeild NATO-þingsins 2009–2013 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 23. október 2019.

Áskriftir