Björn Fr. Björnsson

Björn Fr. Björnsson

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1942 og 1959, alþingismaður Suðurlands 1959–1974 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Rangæinga nóvember 1953 til apríl 1954 og febrúar–mars 1959.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 18. september 1909, dáinn 21. desember 2000. Foreldrar: Björn Hieronymusson (fæddur 22. september 1863, dáinn 12. október 1939) steinsmiður þar og kona hans Guðrún Helga Guðmundsdóttir (fædd 15. maí 1864, dáin 24. júlí 1940) húsmóðir. Maki 1 (25. maí 1935): Margrét Þorsteinsdóttir (fædd 9. júní 1909, dáin 28. mars 1961) húsmóðir. Foreldrar: Þorsteinn Jónsson og kona hans Guðný Vigfúsdóttir. Maki 2 (8. september 1962): Gyða Árnadóttir (fædd 12. maí 1915, dáin 19. október 1964) húsmóðir. Foreldrar: Árni Þórarinsson og kona hans Elísabet Sigurðardóttir. Maki 3 (13. apríl 1968): Ragnheiður Jónsdóttir (fædd 21. desember 1928) húsmóðir, áður forstöðukona barnaheimilis Thorvaldsensfélagsins í Reykjavík. Foreldrar: Jón Hannesson og kona hans Sigurbjörg Björnsdóttir. Börn Björns og Margrétar: Birna Ástríður (1933), Grétar Helgi (1935), Guðrún (1940), Gunnar (1941). Sonur Björns og Ragnheiðar: Björn Friðgeir (1969).

Stúdentspróf MR 1929. Lögfræðipróf HÍ 1934.

Vann ýmis lögfræðistörf um hríð, m. a. setudómarastörf. Aðstoðarmaður lögreglustjórans á Akranesi janúar–apríl 1935. Settur sýslumaður í Rangárvallasýslu að því er dómsmál snerti 22. ágúst til 8. september 1935. Settur sýslumaður í Árnessýslu 1. desember 1936 til 1. október 1937. Sýslumaður í Rangárvallasýslu 1937–1977.

Formaður Taflfélags Reykjavíkur 1936. Formaður skólanefndar Skógaskóla 1949–1977. Stjórnarformaður Kaupfélags Rangæinga 1955–1978. Fulltrúi Alþingis á stofnfundi Þingmannasambands Atlantshafsbandalagsins í París 1955 og á fundum þess 1961 og 1964. Átti sæti í milliþinganefnd í tryggingamálum 1957–1958. Kosinn 1966 í milliþinganefnd til þess að athuga lækkun kosningaaldurs. Skipaður 1966 í endurskoðunarnefnd laga um dómaskipun og meðferð dómsmála. Formaður Sýslumannafélags Íslands 1970–1971 og Dómarafélags Íslands 1971–1972. Skipaður 1972 í nefnd til að endurskoða dómstólakerfi á héraðsdómsstigi. Kosinn í landsdóm 1975. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1970 og 1975. Á þingi Evrópuráðs 1972 og 1973.

Alþingismaður Rangæinga 1942 og 1959, alþingismaður Suðurlands 1959–1974 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Rangæinga nóvember 1953 til apríl 1954 og febrúar–mars 1959.

Æviágripi síðast breytt 23. október 2019.

Áskriftir