Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson
  • Embætti: Ráðherra norrænna samstarfsmála
  • Félags- og vinnumarkaðsráðherra
  • Ráðuneyti:félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
  • Kjördæmi: Suðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Vinstrihreyfingin – grænt framboð
  • 863-1177

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Umhverfis- og auðlindaráðherra 2017–2021. Félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2022, félags- og vinnumarkaðsráðherra síðan 2022 og ráðherra norrænna samstarfsmála síðan 2021.

Æviágrip

Fæddur á Brúarlandi á Mýrum 28. mars 1977. Foreldrar: Guðbrandur Brynjúlfsson (fæddur 30. apríl 1948) bóndi og Snjólaug Guðmundsdóttir (fædd 14. nóvember 1945) handverkskona og varaþingmaður.

Stúdentspróf MA 1997. Hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum í Reykjavík 1997. BS-próf í líffræði frá HÍ 2002. MS-próf í umhverfisfræði frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum 2006.

Rannsóknir á vegum líffræðideildar HÍ 1999–2000 og Veiðimálastofnunar á Hólum í Hjaltadal sumrin 2000–2002 og 2004–2005. Landvörður á Þingvöllum 2003. Stundakennari í nokkrum námskeiðum við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða á árunum 2006–2017. Starfaði hjá Landgræðslu ríkisins við alþjóðamál og rannsóknir 2006–2008 og hjá Stofnun Sæmundar fróða, Háskóla Íslands, við rannsóknir og verkefnastjórnun 2008–2011. Landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði 2009–2011 og 2014. Umsjónarmaður meistaranáms í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ 2010. Framkvæmdastjóri Landverndar 2011–2017. Umhverfis- og auðlindaráðherra 30. nóvember 2017 til 27. nóvember 2021. Félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 28. nóvember 2021 til 31. janúar 2022, félags- og vinnumarkaðsráðherra síðan 1. febrúar 2022. Ráðherra norrænna samstarfsmála síðan 28. nóvember 2021.

Í stjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2007–2009. Tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi, fyrsti formaður félagsins 2007–2010. Formaður Félags Fulbright-styrkþega á Íslandi 2017–2018. Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2019–.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Umhverfis- og auðlindaráðherra 2017–2021. Félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2022, félags- og vinnumarkaðsráðherra síðan 2022 og ráðherra norrænna samstarfsmála síðan 2021.

Æviágripi síðast breytt 1. febrúar 2022.

Áskriftir