Jón G. Sólnes

Jón G. Sólnes

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands eystra 1974–1979 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands eystra desember 1972 og mars–apríl 1974.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Ísafirði 30. september 1910, dáinn 8. júní 1986. Foreldrar: Guðmundur Vigfús Þorkelsson (fæddur 28. júní 1882, dáinn 3. nóvember 1921) sjómaður þar og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir (fædd 8. nóvember 1888, dáin 27. október 1958) húsmóðir, bróðurdóttir Jóns Þorkelssonar alþingismanns. Kjörforeldrar: Edvard Gabrielsen Solnes (fæddur í Noregi 8. júní 1880, dáinn 16. september 1936) formaður á Ísafirði og Siglufirði, síðar útgerðarmaður á Akureyri og kona hans Lilja Daníelsdóttir (fædd 24. júní 1874, dáin 2. desember 1939) húsmóðir. Faðir Júlíusar Sólness alþingismanns og ráðherra. Maki (30. maí 1936): Ingiríður (Inga) Pálsdóttir Sólnes (fædd 12. ágúst 1910, dáin 11. ágúst 2003) húsmóðir. Foreldrar: Páll Árnason og kona hans Kristín Árnadóttir. Börn: Edvard Júlíus (1937), Gunnar (1940), Jón Kristinn (1948), Inga (1951), Páll (1953).

Gagnfræðapróf Akureyri 1926.

Hóf vorið 1926 störf í útibúi Landsbanka Íslands á Akureyri, lengstum bókari, en útibússtjóri 1961–1976. Vann í Hambros Bank í London hluta af árinu 1937.

Í bæjarstjórn Akureyrar 1946–1978 og 1982–1986, forseti bæjarstjórnar 1962–1966 og 1970–1974. Formaður framkvæmdastjórnar Brunabótafélags Íslands 1955–1979. Í stjórn Framkvæmdasjóðs 1966–1971. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972–1978. Skipaður 21. júní 1974 í Kröflunefnd, formaður. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1969 og 1970. Sat á fundum Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1975–1979.

Alþingismaður Norðurlands eystra 1974–1979 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands eystra desember 1972 og mars–apríl 1974.

Halldór Halldórsson: Jón G. Sólnes, viðtalsbók, kom út 1984.

Æviágripi síðast breytt 27. febrúar 2020.

Áskriftir