Njáll Trausti Friðbertsson

Njáll Trausti Friðbertsson
  • Kjördæmi: Norðausturkjördæmi
  • Þingflokkur: Sjálfstæðisflokkur

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 31. desember 1969. Foreldrar: Friðbert Páll Njálsson (fæddur 10. desember 1940, dáinn 26. janúar 2003) og Pálína Guðmundsdóttir (fædd 2. mars 1944, dáin 6. apríl 2008). Maki: Guðrún Gyða Hauksdóttir (fædd 16. október 1968) hjúkrunarfræðingur. Foreldrar: Haukur Sigurðsson og Ásta Kjartansdóttir. Synir: Stefán (1996), Patrekur (2001).

Skiptinemi í Bandaríkjunum 1987–1988. Stúdentspróf MR 1990. Nám í flugumferðarstjórn 1990–1993. BS-próf í viðskiptafræði frá HA 2004.

Flugumferðarstjóri í flugturninum á Akureyri síðan 1992.

Í stjórn KEA 2008–2010. Varabæjarfulltrúi á Akureyri 2010–2014. Í framkvæmdaráði og stjórn Fasteigna Akureyrarkaupstaðar 2010–2017. Forseti Round Table á Íslandi 2010–2011. Alþjóðatengslafulltrúi Round Table á Íslandi 2011–2012. Í stjórn Norðurorku 2011–2017. Formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar 2012–2014. Í umhverfis- og samgöngunefnd Sjálfstæðisflokksins síðan 2012. Í stjórn Góðvina Háskólans á Akureyri 2012–2016. Annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýri síðan 2013. Bæjarfulltrúi á Akureyri 2014–2016. Í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2014–2016. Í stjórn Markaðsstofu Norðurlands 2015–2017.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Fjárlaganefnd 2017–2020 og 2023–, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017, atvinnuveganefnd 2017–2021, utanríkismálanefnd 2020–2021 og 2021–2023, umhverfis- og samgöngunefnd 2021–, framtíðarnefnd 2021–.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2017, Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2017, Íslandsdeild NATO-þingsins 2017–2021 (formaður 2017–2021) og 2021– (formaður), þingmannanefnd Íslands og ESB 2022–.

Æviágripi síðast breytt 2. maí 2023.

Áskriftir