Ólafur Briem

Þingseta

Þjóðfundarmaður Eyfirðinga 1851.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Kjarna í Eyjafirði 29. nóvember 1808, dáinn 15. janúar 1859. Foreldrar: Gunnlaugur Briem (fæddur 13. janúar 1773, dáinn 17. febrúar 1834) sýslumaður þar og kona hans Valgerður Árnadóttir Briem (fædd milli jóla og nýárs 1779, dáin 24. júlí 1872) húsmóðir. Bróðir Eggerts þjóðfundarmanns og Jóhanns þjóðfundarmanns Briems. Maki (14. júlí 1838): Dómhildur Þorsteinsdóttir (fædd 27. september 1817, dáin 25. maí 1858) húsmóðir. Foreldrar: Þorsteinn Gíslason og 2. kona hans Sigríður Árnadóttir. Börn: Sigríður (1839), Eggert Ólafur (1840), Haraldur (1841), Rannveig (1843), Kristján (1844), Jóhann (1845), Ólafur (1847), Valdimar (1848), Gunnlaugur (1849), Gunnlaugur (1850), Ólafur (1852), Rannveig (1853), Jakob (1855), Jakob (1857).

    Lærði húsasmíðar í Kaupmannahöfn 1825–1831.

    Bóndi á Grund í Eyjafirði frá 1838 til æviloka.

    Þjóðfundarmaður Eyfirðinga 1851.

    Æviágripi síðast breytt 29. febrúar 2016.

    Áskriftir