Þórður Magnússon

Þórður Magnússon

Þingseta

Alþingismaður Ísfirðinga 1880–1885.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Eyri við Seyðisfjörð vestra 26. desember 1829, dáinn 7. apríl 1896. Foreldrar: Magnús Þórðarson (fæddur 23. október 1801, dáinn 7. september 1860) síðar prestur á Hrafnseyri og kona hans Matthildur Ásgeirsdóttir (fædd 23. júlí 1808, dáin 26. ágúst 1877) húsmóðir. Maki 1 (26. janúar 1857): Guðrún Magnúsdóttir (fædd 25. apríl 1818, dáin 1. maí 1899) húsmóðir. Þau skildu. Foreldrar: Magnús Jónsson og kona hans Elín Jónsdóttir. Maki 2 (31. desember 1868): Guðríður Hafliðadóttir (fædd 18. nóvember 1840, dáin 13. janúar 1902) húsmóðir. Foreldrar: Hafliði Hafliðason og kona hans Helga Jóhannesdóttir. Dóttir Þórðar og Guðrúnar: Matthildur (1856). Börn Þórðar og Guðríðar: Mikkaelína (1860), Sigríður (1867), Magnús (1869), Guðbjörg (1870), Abigael (1871), Matthildur (1873), Benóný (1876), Mikkaelína (1877), Abigael (1879), Guðbjörg (1881). Börn Þórðar og Gróu Benediktsdóttur: Kristján (1850), Júlíana (1854). Börn Þórðar og Petrínu Jónsdóttur: Anna (1873), Þórður (1878). Sonur Þórðar og Jónfríðar Bjarnadóttur: Sigurður Jóhann.

    Bóndi í Hvítanesi og á Borg í Skötufirði um langt skeið, í Hattardal meiri í Álftafirði og loks á Skarðseyri í Skötufirði, sem ýmsir hafa síðan kallað Þórðareyri. Fluttist 1893 til Vesturheims, settist að í Manitoba, og átti þar heima til æviloka.

    Alþingismaður Ísfirðinga 1880–1885.

    Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

    Áskriftir